Hafnarstjórn - 1391
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3290
11. maí, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4. maí sl.
Svar

Lagt fram. 16.1. 0909217 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2010 Lagður fram ársreikningur hafnarinnar fyrir árið 2010.
Fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar Gerður Guðjónsdóttir fór yfir og skýrði einstaka þætti ársreikningsins. Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti, með fyrirvara um lagfæringu liðarins "Næsta árs afborganir langtímaskulda".   Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2010 verði samþykktur eins og hann er eftir lagfæringu liðarins "Næsta árs afborganir langtímaskulda". 16.2. 0901114 - Olíulöndunarbryggja, fyrirspurn Lögð fram greinargerð Strendings ehf. um hækkun Olíukers, samkvæmt beiðni hafnarstjórnar, ásamt kostnaðaráætlunum m.a. vegna mengunarvarnaþróar. Hafnarstjórn samþykkir gerð mengunarvarnaþróar á Olíukeri. Hönnun þróarinnar taki mið af því að unnt verði að byggja Olíukerið enn frekar upp á síðari stigum. 16.3. 1008329 - Sókn í atvinnumálum, átakshópur Tekin fyrir E tillaga atvinnuátakshóps Hafnarfjarðar. Bæjarráð Hafnarfjarðar vísaði tillögunni til umsagnar hafnarstjórnar á fundi sínum 14. apríl 2011. Hafnarstjórn er sammála því að tækifæri felist í eflingu skipaþjónustu í Hafnarfirði og vinnur nú þegar að slíkum verkefnum. Hafnarstjórn óskar eftir samstarfi við atvinnuátakshóp Hafnarfjarðarbæjar um framhald verkefnisins. 16.4. 1011392 - Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi. Farið yfir möguleg verkefni tengd hafnsækinni þjónustustarfsemi. Hafnarstjórn hefur ákveðið að vinna við eftirtalin hafnsækin verkefni verði sett í forgang: * Skipaþjónusta í Hafnarfirði. * Styrkingu Hafnarfjarðarhafnar, sem aðalviðskiptahöfn erlendra og innlendra fiskiskipa, þar á meðal skoðun fýsileika þess að reisa nýja frystigeymslu í Hafnarfirði. * Fjölgun skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar ásamt tengdri ferðaþjónustu.   Sérstakir vinnuhópar verði settir af stað í framangreind verkefni. 16.5. 1105015 - Sjómannadagurinn 2011 Farið yfir væntanlegan Sjómannadag, sunnudaginn 5. júní 2011. Hafnarstjórn ræddi hátíðarhöld á Sjómannadaginn og aðkomu Hafnarfjarðarhafnar að honum.