Hafnarstjórn - 1392
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3291
26. maí, 2011
Annað
‹ 14
15
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24. maí sl.
Svar

 Lagt fram. 15.1. 10101145 - Hafnarvörður, ráðning 2010 Lagður fram úrskurður Innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslukæru vegna ráðningar hafnarvarðar. 15.2. 1010890 - Áætlun 2011, Hafnarfjarðarhöfn Farið yfir fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir 2011, sérstaklega með tilliti til skuldastöðu hafnarinnar. Rætt var um uppgreiðslu lánsins, sem höfnin tók til að ljúka við framkvæmdir við Hvaleyrarbakka. Lánið er á gjalddaga í janúar 2012. Formaður hafnarstjórnar upplýsti að unnið væri að endurfjármögnun lánsins af hálfu bæjarsjóðs, en lánið var í upphafi tekið hjá bæjarsjóði Hafnarfjarðar og var hluti af láni, sem bæjarsjóður tók hjá Depfa banka, en sá banki er nú í gjaldþrotameðferð. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að fela hafnarstjóra að endurskoða fyrirliggjandi langtímaáætlun hafnarinnar og gera tillögur að endurskoðaðri áætlun með tilliti til breyttra lánskjara. 15.3. 1003131 - Frystigeymsla Lögð fram greinargerð Eflu um fýsileika þess að reisa frystigeymslu við Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir að undirbúa fund með hagsmunaaðilum málsins. 15.4. 1105015 - Sjómannadagurinn 2011 Farið yfir undirbúning Sjómannadagsins í Hafnarfirði. Samþykkt að hafnarsjóður greiði fyrir siglingu með bæjarbúa á sjómannadaginn n.k. 15.5. 1012039 - Óseyrarbraut 29 - 31, skipulag Farið yfir stöðu mála varðandi skipulag lóðanna óseyrarbrautar 29 - 31. 15.6. 0708068 - Fornubúðir 1A (Óseyrarbraut 1b) Farið yfir stöðu mála lóðarinnar Fornubúða 1A / Óseyrarbrautar 1B