Lagt fram. 14.1. 0905083 - Hafnarborg, Sýningardagskrá Forstöðumaður fór yfir sýningar ársins og kynnti hugmyndir um að lengja sýninguna Hugvit þannig að hún standi til haustins en sett verði upp sýning úr safneign á fyrstu hæð eins og ráðgert var. Samþykkt 14.2. 1004383 - Hafnarborg, framtíðarsýn Rætt um fyrirhugað vinnu að framtíðarsýn í samstarfi við Capacent. Hópfundur hefur dregist og rætt um það hvort hann skuli vera nú í vor eða haust. Ákveðið að halda fundinn síðari hluta ágúst. 14.3. 1004379 - Hafnarborg, viðhald útilistaverka Ekki hefur fengist neitt fé til að sinna viðhaldi og ljóst að því verður ekki sinnt í sumar. Mjög slæmt að árin líði án þess að aðkallandi viðhaldi sé sinnt eins og lagt er til í úttekt á ástandi útilistaverka bæjarins. 14.4. 1102237 - Hafnarborg, önnur mál 2011 Áætlað er að mæta sumarleyfum í Hafnarborg að mestu án þess að ráða utanaðkomandi starfsmenn. Skrifstofa Hafnarborgar verður lokað um mánaðamót júlí ágúst.
Forstöðumaður kynnti viðbrögð við öskufalli.
Forstöðumaður sagði frá verðlaunum sem Hafnarborg veitir við útskrift 10. bekkjar úr grunnskólum í Hafnarfirði. Markið verðlaunanna er að veita viðurkenningu nemendum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og einstakan áhuga á myndlist. Í ár eru verðlaunin veitt í þriðja sinn.
Marín sagði frá Björtum dögum og fjölda tónleika í Hafnarborg.