Kaplahraun 7a, lóða- og skipulagsmál
Kaplahraun 7A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 391
4. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju bréf Snorra Hafsteinssonar f.h. Rafhitunar ehf. dags. 04.05.11, þar sem svarað er athugasemd varðandi slæma umgengni á lóðinni. Málið er tilkomið vegna slæmrar umgengni lóðar sem afmarkast af Kaplahrauni 7abcd sem er húsaport þar sem allir eiga að hafa aðgengi af sínum eignum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 20.05.11 til að lóðinni yrði skipt upp og óskaði eftir tillögu að þeirri útfærslu. Bærist hún ekki innan 2 mánaða mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að uppskiptingu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiptingu lóðarinnar. Borist hefur bréf frá þremur eigendum dags. 7.11.2011. Tillaga Þórhalls Kristjánssonar dags. 15.11.11 hefur verið kynnt eigendum hússins. Svör hafa borist og tvær nýjar tillögur lagðar fram.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121347 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034278