Kaplahraun 7a, lóða- og skipulagsmál
Kaplahraun 7A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 379
29. september, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju fram bréf Snorra Hafsteinssonar f.h. Rafhitunar ehf. dags. 04.05.11, þar sem svarað er athugasemd varðandi slæma umgengni á lóðinni. Málið er tilkomið vegna slæmrar umgengni lóðar sem afmarkast af Kaplahrauni 7abcd sem er húsaport þar sem allir eiga að hafa aðgengi af sínum eignum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 20.05.11 til að lóðinni yrði skipt upp og óskaði eftir tillögu að þeirri útfærslu. Bærist hún ekki innan 2 mánaða mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að uppskiptingu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiptingu lóðarinnar.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi sendir tillöguna til umsagnar viðkomandi lóðarhafa.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121347 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034278