Bjarkavellir 1a, 1b og 1c deiliskipulagsbreyting.
Bjarkavellir 1A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 290
10. janúar, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði skv. skipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Strandgötu 11 dags. 3. okt. 2011. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við athugasemdum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir svör við athugasemdum með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Skipualgs- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytingu á Bjarkavöllum 1a, 1b, og 1c skv. skipulagsuppdrætti dags. 3. október 2011.

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:" Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Bjarkavalla 1a, 1b og 1c í samræmi við skipulagsuppdrátt dags. 3. október 2011 sem var auglýstur í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197727 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003978