Hrauntunga 24, göngustígur
Hrauntunga 24
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 484
30. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
Á afgreiðslufundi þann 1. júní 2011 var lóðarhafa gert að fjarlægja lokað hlið við göngustíg. Komið hefur í ljós að hliðið er ennþá á umræddum stað og gróðursett hefur verið á göngustíginn sem er á bæjarlandi. Þetta lokar þar með gönguleið barna á leið í skóla. Deiliskipulag gerir ráð fyrir göngustíg á þessum stað. Skipulags-og byggingarfulltrúi ítrekaði 30.08.2012 fyrri bókun og beindi því til lóðarhafa að fjarlægja hliðið án tafar.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til Umhverfis- og framkvæmdasviðs að ryðja göngustíginn á kostnað húseigenda í samræmi við 3. mgr 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010, hafi ekki verið brugðist við erindinu innan 3 vikna.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121029 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033376