SSH framtíðarhópur safnamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3307
12. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju.
Svar

1. Bæjarráð Hafnarfjarðar hvetur til þess að skoðaður verði möguleiki þess að Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes sameinist um rekstur héraðsskjalasafns.

2. Bæjarráð telur að nú þegar sé þó nokkur sérhæfing meðal bókasafna. Hvatt er til þess að yfirmönnum safnanna sjálfra verði falið að skoða frekari sérhæfingar.

3. Bæjarráð tekur undir tillögu að sameiginlegu bókasafnskorti á höfuðborgarsvæðinu en telur þó vandasamt að sameinast um menningarkort þar sem misjafnt sé hvort greiddur er aðgangseyrir að söfnum.

4. Bæjarráð tekur undir að skoðaðir verði
frekari samstarfsmöguleikar á milli safna á höfuðborgarsvæðinu en telur þó að hér þurfi að virkja yfirmenn safnanna sjálfra til að skoða slíkt.