Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1671
19. desember, 2011
Annað
Fyrirspurn
18.liður úr fundargerð BÆJH frá 15.des. sl. Tekið fyrir að nýju. Fjármálastjóri gerði grein fyrir samningum við fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs um húsnæði vegna yfirtöku á málefnum fatlaðs fólks. Bæjarráð samþykkir að ganga til samning um kaup á húsnæði vegna yfirtöku á málefnum fatlaðs fólks á grundvelli fyrirliggjandi gagna og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012 í bæjarstjórn.
Jafnframt heimilar bæjarráð bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg skjöl varðandi kaupin þar á meðal lánasamninga.
Svar

Forseti lagði fram tillögu um að afgreiðslu dagskrárliðar yrði vísað til afgreiðslu undir 9. lið á dagskrá - Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.