Gatnanöfn
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 335
3. desember, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir tillaga Skipulags- og byggingarsviðs varðandi heiti á nokkrum hringtorgum í Hafnarfirði.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir eftirfarandi nöfn á hringtorgum í Hafnarfirði: Torg á mótum Hjallabrautar og Miðvangs heiti Miðtorg. Torg á mótum Hjallabrautar og Skjólvangs heiti Hjallatorg. Torg á mótum Vesturgötu, Herjólfsgötu og Flókagötu heiti Flókatorg. Torg á mótum Vesturgötu, Vesturbrautar og Norðurbakka heiti Hafnartorg. Torg á mótum Vesturgötu, Merkurgötu og Norðurbakka heiti Merkurtorg. Torg á mótum Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns heiti Arnartorg. Torg á mótum Reykjanesbrautar, Lækjargötu og Hlíðarbergs heiti Ljósatorg.
Enn fremur að gata að nýrri lóð norðan Ásbrautar heiti Flughella.