Strætó - Álftanes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3294
7. júlí, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram tillaga um að Hafnarfjarðarbær styðji tillögu SSH um að auka tímabundið þjónustu við sveitarfélagið Álftanes.
Svar

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögur með 3 atkvæðum gegn 2.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokkins bóka eftirfarandi:
Hafnarfjarðarbær á í verulegum fjárhagslegum erfiðleikum. Rúmlega fjögurra milljarða króna lán hefur verið í vanskilum mánuðum saman og enn er óvissa um niðurstöðu endurfjármögnunar þess. Bærinn hefur þurft að grípa til ýmissa sársaukafullra sparnaðaraðgerða undanfarna mánuði og misseri. Þær aðgerðir felast m.a. í uppsögnum á starfsfólki bæjarins, niðurskurði, hagræðingu og hækkunum á þjónustugjöldum. Verulegur niðurskurður á framlögum til Vinnuskólans hefur leitt til þess að hópur hafnfirskra ungmenna gengur nú um atvinnulaus. Fyrir fáeinum dögum var ákveðið að hækka matargjöld í grunn- og leikskólum bæjarins. Mörgum styrkbeiðnum til fjölbreyttra samfélagslegra verkefna (meðal annars til Rauða Krossins, SÁÁ og Félags einstæðra foreldra) hefur verið hafnað vegna fjárskorts. Svona mætti lengi telja. Í ljósi þessa telja undirrituð, það vera beina móðgun við hafnfirska útsvarsgreiðendur að meirihlutinn leggi til að Hafnfirðingar greiði fyrir þjónustu í öðrum sveitarfélögum. Hafnarfjarðarbær á fullt í fangi með að greiða eigin reikninga og því leggjumst við gegn því að orðið verði við erindi um aukna þátttöku í kostnaði til Strætó bs til að bæta megi samgöngur í Álftanesi.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka eftirfarandi:
Þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ríkir full samstaða meðal þeirra um að tryggja samfellu í þjónustu í almenningssamgöngum á svæðinu, hvert sem sveitarfélagið er. Þátttaka í byggðasamlagi felur í sér skyldur engu síður en réttindi. Það eru mikilvægir hagsmunir íbúa á öllu svæðinu, að þjónusta byggðasamlaganna standist lágmarkskröfur. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dæmir sig sjálf og undirstrikar með skýrum hætti mismunandi pólitíska sýn.