Fyrirspurn
Bifreiðageymslur við Holtabyggð 1 eru skráðar á byggingarstigi 1, en þær eru fullbyggðar og hafa verið teknar í notkun. Fokheldisúttekt vantar ásamt lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.07.11 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín. Yrði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Hilmar Árnason óskaði eftir fresti til 1.6.2012, en ekkert hefur gerst í málinu.