Aðalskipulag Norðurbær breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1684
27. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð SBH frá 12.júní sl. Tekin fyrir að nýju breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins. Kynningarfundur á aðalskipulagi og deiliskipulagi var haldinn 31. mars 2011. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 09.05.12 þar sem gerð er athugasemd við misræmi í fyrri afgreiðslu erindisins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að farið verði með erindið samkvæmt 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórnar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.11 og að farið verði með breytinguna skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin telst óveruleg þar sem afmörkun hverfisverndarsvæða er í samræmi við markmið Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 um verndun menningar og náttúruminja með áherslu á verndun óraskaðs hrauns. Afleiðing af þessari breytingu telst vera jákvæð og ekki er talið að um nein neikvæð áhrif verði að ræða."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.