Fjárhagsáætlun 2012-2014, skil
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3295
11. ágúst, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis, dags. 2. ágúst sl., vegna skila á þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014.
Svar

Bæjarráð samþykkir svohljóðandi bókun vegna bréfs innanríkisráðuneytis:
"Bæjarráð Hafnarfjarðar harmar bréf innanríkisráðuneytisins varðandi skil á þriggja ára áætlun áranna 2012-2014. Af bréfinu má skilja, að Hafnarfjarðarbær hafi ekki lokið gerð þessarar áætlunar. Þriggja ára áætlun var samþykkt í bæjarstjórn í desember 2010. Hún var send til ráðuneytisins þann 7. janúar og prentað eintak var afhent þann 1. mars sl.

Hið rétta í málinu er, að það hefur verið vandkvæðum bundið að lesa rafræn gögn úr tölvukerfum Hafnarfjarðar í gagnagrunn ráðuneytisins. Fjármálastjóri Hafnarfjarðar hefur verið í reglulegum samskiptum við ráðuneytið vegna þessa, enda Hafnarfjörður í fararbroddi hvað varðar rafræn reikningsskil.

Bæjarráð fer fram á að ráðuneytið staðfesti að Hafnarfjarðarbær hafi skilað þriggja ára áætlun, svo sem lögbundið er."