Fyrirspurn
Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir frá Valdimar Svavarssyni og Rósu Guðbjartsdóttur, fulltrúum Sjálfstæðisflokks í bæjarráði.
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir eftirfarandi:
1. Að lagður verði fram útreikningur á því hvaða áhrif breyttar forsendur í endurfjármögnun lána munu hafa á afkomu og veltufé bæjarins á næstu árum auk þess hvernig skuldaþol bæjarins breytist miðað við þessar forsendur.
2. Kostnaðargreiningu vegna nýs samnings við leikskólakennara og hvaða áhrif þeir samningar hafa á áætlanir bæjarins.
3. Að greint verði ítarlega frá stöðu endurfjármögnunnar bæjarins og lögð fram þau gögn sem liggja fyrir.
4. Að fá sundurliðun á þeim 14 milljörðum sem til stendur að endurfjármagna.