Hafnarstjórn - 1397
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3298
8. september, 2011
Annað
‹ 20
21
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7.9. sl.
Svar

lagt fram. 21.1. 1109041 - Áætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 2012 Hafnarstjóri fór yfir skuldastöðu hafnarinnar og ræddi ýmsa möguleika til endurfjármögnunar. 21.2. 0705296 - Óseyrarbraut 25, olíubirgðastöð Anna Jörgensdótti lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins og gerði grein fyrir áliti sínu á málinu. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og formanni að vinna áfram að málinu. 21.3. 1105520 - Innanríkisráðuneytið, fyrirspurn um rekstrarform hafna Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir vinnu við skapalón að hafnarreglugerðum. Lögð fram endurskoðuð hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn og samþykkt að taka hana til umræðu á ný á næsta fundi. 21.4. 1011392 - Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi. Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir stöðu mála. 21.5. 0901114 - Olíulöndunarbryggja, fyrirspurn Lögð fram tillaga og kostnaðaráætlun fyrir mengunar- og brunavarnaþró á Olíuker unnin hjá Strendingi ehf. Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að þessu verkefni.