11.1. 1109118 - Forskot, bók um stefnumótun. Lagt fram erindi Þórðar Sverrissonar um bókina Forskot, rit um stefnumótun. Hafnarstjórn samþykkir að verða ekki við erindinu. 11.2. 0705296 - Óseyrarbraut 25, olíubirgðastöð Formaður hafnarstjórnar greindi frá fundi sínum og hafnarstjóra með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf, þeim Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra og Auði Harðardóttur fjármálastjóra. Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að Bæjarstjórn samþykki að heimila Olíudreifingu ehf skil á lóðinni Óseyrarbraut 25. 11.3. 1109147 - Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn Drög að hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tekin til umræðu. Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn að sett verði ný reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn samkvæmt meðfylgjandi drögum. 11.4. 1106231 - Leki inn á Hvaleyrarbraut 28 Lagt fram erindi Gylfa Matthíassonar, Uppfyllingu, varðandi aðgerðir á lóðinni við Hvaleyrarbraut 28, vegna leka inn á lóðina. Hafnarstjórn fellst ekki á kröfu Uppfyllingar, en leggur ríka áherslu á að gengið verði frá holæsilögnum sem orsaka vandamálið.