Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 344
8. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2014 að kynna tillögu um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri mætir á fundinn og kynnir tillöguna. Sameiginleg kynning með Umhverfis- og framkvæmdaráði.
Svar

Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

Skipulags og byggingarráð tekur undir þær megináherslur sem settar eru fram í tillögu að nýju svæðisskipulagi. Tillagan er afrakstur mikillar og góðar vinnu sem unnin hefur verið bæði á vettvangi SSH, einstakra sveitarfélaga og þá hafa fjölmargir aðilar komið að verkefninu í tengslum við vinnu faghópa sem fjallað hafa um og unnið áfram að einstökum málaflokkum.
Fagnað er þeirri áherslu sem lögð er á sameiginlega sýn fyrir höfðuborgarsvæðið allt um leið og hverju og einu sveitarfélagi er gefinn kostur á að rækta bæðið landfræðileg- og söguleg sérkenni innan skilgreinds ramma um byggðarmörk. Einnig eru afar jákvæð markmið um blöndun byggðar og nýtingu lands með hagkvæmum hætti sem um leið munu stuðla að fjölbreyttu og líflegu samfélagi og auka almennt aðgengi að þjónustu, stytta vegalengdir og draga úr loftlagsmengun.
Hafnarfjörður nýtur þeirrar sérstöðu að íbúar í sveitarfélaginu eru hlutfallslega yngri en í nágrannasveitarfélögun og mun því fækkun í heimili ekki hafa teljandi áhrif fyrr en síðar á tímabilinu. Þetta endurspeglast m.a. í markmiðum um þéttingu byggðar og skilgreiningar á byggðarmörkum í landi Hafnarfjaðar.
Í tillögunni er að finna sameiginlega sýn um þróun samgangna þar sem áhersla er lögð á að skilgreina ákveðin þróunarsvæði innan núverandi byggðar. Það opnar á langtíma stefnumörkun hvað varðar uppbyggingu byggðar samhliða svokölluðum samgönguás eins og hann er skilgreindur á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru ákvæði um þéttingu byggðar innnan byggðamarka jákvæð skref í átt að vistvænni byggð og þar með betri nýtingu inniviða á svæðinu öllu. Það gerir hins vegar kröfu um aukin gæði í uppbyggingu húsnæðis í þettri byggð, þar sem vel ígrunduð og vönduð þétting byggðar getur bæði styrkt einstaka byggðarheildir og eflt samspil íbúðar- og atvinnusvæða. Þetta krefst góðrar samvinnu byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvalda á svæðinu öllu.
Framsetning svæðisskipulags er nú með óíkum hætti en áður og er nú sett fram sem stefnumótandi áætlun sem síðar útfærist nánar. Það mun án efa leiða til góðrar og jákvæðrar þróunar á skipulagsmál á höfðuðborgarsvæðinu öllu og endurspeglast í skipulagsáætlun hvers sveitarfélags. Það er áskorun fyrir stjórnsýsluna á komandi árum að hlúa vel að svæðisskipulaginu og framgangi þess og er nauðsynlegt að sveitarfélögin gerir ráð fyrir því í samvinnu sín á milli með formlegum hætti þar sem stuðningur við gangaöflun og almenna stefnumótun gæti jafnframt átt sér stað.