Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl.
Lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 í samræmi við við 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 dags. 22. ágúst 2014 ásamt erindi Hrafnkels Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra dags. 13. apríl 2015. Þá lögð fram fylgiskjölin: Skjal 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu; Skjal 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu; Skjal 2 Innkomnar athugasendir og Skjal 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir. Greint frá viðræðum við fulltrúa Garðabæjar ásamt framkvæmdastjóra SSH og svæðisskipulagsstjóra 13.05.15. Lagt fram skjal svæðisskipulagsstjóra "Staða Ofanbyggðarvegar í svæðisskipulaginu".
"Fulltrúar Hafnarfjarðar hafa fundað með fulltrúum SSH og Garðabæjar vegna þess sem kemur fram í bókun skipulags- og byggingarráðs þann 5 maí sl. um tillögu um Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Í þeim viðræðum kom fram að fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting í Garðabæ muni ekki vera samþykkt hjá svæðisskipulaginu og Skipulagsstofnun nema gert verði ráð fyrir ofanbyggðavegi í Garðabæ. Í minnisblaði frá Hrafnkatli Á. Proppé svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dagsett 16. maí 2015 vegna stöðu ofanbyggðavegar í skipulagi, þar sem fram kemur að ofanbyggðavegur er hluti af gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarða, Garðabæjar og Kópavogs og að mögulegar breytingar þar á þurfa að fara í gegnum svæðisskipulag og hljóta umfjöllun og samþykki bæjarstjórna allra hlutaðeigandi sveitarfélaga.
Með vísan í ofangreindar viðræður og minnisblað samþykkir skipulags- og byggingarráð fyrir sitt leyti Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt áðurgreindum fylgiskjölum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt skjali 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu, skjali 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu, skjali 2 Innkomnar athugasendir og skjali 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir, á sömu forsendum og kemur fram í bókun skipulags- og byggingarráðs við afgreiðslu málsins."