Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1667
26. október, 2011
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 20.sept. sl. Drög að hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tekin til umræðu.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn að sett verði ný reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn samkvæmt meðfylgjandi drögum. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu á 8. mgr. 3. gr. í nýrri reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn vegna lagatilvísunar. Lagt er til að málsgreinin orðist svo: " Hafnarstjórn hefur eftirlit á hafnarsvæðinu, með byggingu mannvirkja sem undanþegin eru ákvæðum mannvirkjalaga nr. 160/2010."


Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn ásamt breytingartillögu.