Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu á 8. mgr. 3. gr. í nýrri reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn vegna lagatilvísunar. Lagt er til að málsgreinin orðist svo: " Hafnarstjórn hefur eftirlit á hafnarsvæðinu, með byggingu mannvirkja sem undanþegin eru ákvæðum mannvirkjalaga nr. 160/2010."
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn ásamt breytingartillögu.