Fyrirspurn
Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 05.10.11 og aftur 16.03.12, en byggingastjóra barst hugsanlega ekki bréf um það. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 02.05.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent var á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu. Dagsektir voru lagðar á byggingarstjórann, sem var starfsmaður byggingaraðilans/eigandans. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.04.14 byggjanda/eiganda, Leiguliða ehf, skylt að ganga frá húsinu fyrir lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.