Reykjavíkurvegur 45 deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 303
14. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10.01.2012 að augýsa breytingu á deiliskipulagi Norðurbæjar vegna lóðar nr. 45 við Reykjavíkurveg skv. uppdrætti dags. 25. nóvember 2011. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umferðartalningu og hraðamælingum á Hraunbrún og Reykjavíkurvegi. Lagðar fram niðurstöður úr þeim mælingum. Skipulags- og byggingarráð féll 26.06.12 frá áformum um breytingar á deiliskipulagi með vísan til innkominna athugasemda og umferðamælinga á Hraunbrún við Reykjavíkurveg. - Lagt fram bréf frá Guðlaugi L Aðalsteinssyni f.h. trúfélagsins Ísland kristin þjóð dags. 26.07.12 þar sem lögð er til sú lausn á umferðartengingu Reykjavíkurvegar 45 við Hraunbrún að ekki sé heimiluð vinstri beygja niður í Hraunbrún þegar ekið er frá húsinu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur ekki unnt að bregðast við erindinu þar sem bann við vinstri beygju myndi ekki hafa afgerandi áhrif á forsendur þeirrar skipulagstillögu sem þegar hefur verið afgreidd og varðaði fyrst og fremst aðkomu á lóðinni. Ráðið undirstrikar því afstöðu sína sem tekin var á fundi SBH þann 26. júní síðastliðinn, með vísan í bæði umferðamælingar og innkomnar athugasemdir.