Fyrirspurn
Lokaúttekt var framkvæmd 27.09.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 18.04.12 að lagðar yrðu dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og því jafnframt beint til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var síðan veittur til 01.09.12. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.