Strandgata 55, beiðni um lóðarstækkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1666
12. október, 2011
Annað
Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt. sl. Jóhannes Viðar Bjarnason sækir, f.h. Fjörukráarinnar ehf, með bréfi dags 26.9.2011 um lóðarstækkun á lóðinni nr. 55 við Strandgötu, skv. meðfl. lóðarblaði. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Fjörukránni ehf viðbótarlóð við Strandgötu 55 í samræmi við fyrirliggjandi gögn, umsögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarsviðs."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Ólafur Ingi Tómasson. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi Tómasson kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.