Menningar- og ferðamálanefnd - 169
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3301
20. október, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.10. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 13.1. 1109040 - Sveinssafn, staða og framtíð Forsvarsmenn Sveinssafns þeir Erlendur og Þórður Sveinssynir og forstöðumaður Hafnarborgar, Ólöf K. Sigurðardóttir, mættu til fundarins. Rætt um fjárhagsstöðu Sveinssafns og rekstrarform. 13.2. 1105500 - SSH framtíðarhópur safnamál Skýrsla hópsins lögð fram til kynningar. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri á Stjórnsýslusviði, mætti til fundarins en hún var fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í verkefnahópi um samstarf safna. Jóna Ósk fór yfir skýrsluna með nefndarmönnum. 13.3. 1108149 - Jólaþorpið 2011 Greint frá því að söluhús eru upppöntuð. Rætt um fjárhagsáætlun, skemmtidagskrá og mönnun á vaktir í Jólaþorpinu. 13.4. 1101286 - Styrkir til lista- og menningarmála 2011. Lögð fram umsókn frá Ólafi Má Svavarssyni vegna útgáfu á hljómdiski. Nefndin getur ekki orðið við styrkbeiðninni. 13.5. 1110113 - INSPIRING ICELAND, Vilnius Lithuania 18.10-11.11 2011 Lögð fram styrkbeiðni vegna kynningar á Íslandi og íslenskum listamönnum í Litháen. Nefndin getur ekki orðið við styrkbeiðninni.