Húsfélagið Dalshrauni 11. leggur inn 12.10.2011 fyrirspurn um að fjölga bílastæðum, framkvæmdin er engöngu á bæjarlandi. Hún felur í sér að búa til bílastæði á eyjum(gras) og minnka innkeyrslugatið inn á bílastæði frá Stakkahrauni. Eigendur hússins krefjast þess að lóðarmörk húsins verða færð yfir verðandi nýju bílastæði enda stendur til að húsfélagið fjarmagni alla framkvæmdina. Sjá meðfylgjandi gögn.
Svar
Skipulags- og byggingarráð hefur falið skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að fyrirkomulagi bílastæða við Dalshraun milli Hjallahrauns og Stapahrauns í samráði við framkvæmdasvið. Þetta mál verður skoðað í því samhengi.