Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að undirbúa tillögur að breytingu aðalskipulags og að deiliskipulagi fyrir námuna fyrir jarðvegslosun, þar sem áhersla verði á frágang hennar og landmótun. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu aðalskipulags og að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu fyrir jarðvegslosun, þar sem áhersla verði á frágang hennar og landmótun."