Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2012-2015 frá fjármálastjóra og greinargerð vegna endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2011. Þá tók til máls Valdimar Svavarsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Lúðvík Geirsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari og kom að svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Óskað er eftir því að fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verði frestað. Nú stendur yfir fundur bæjarstjóra með fulltrúum Depfa-banka og ræðst frekari umræða um fjármál og framtíð Hafnarfjarðar mjög af því hvernig til hefur tekist á þeim fundi."
Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign),
Helga Ingólfsdóttir (sign), Valdimar Svavarsson (sign).
Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við upphaflegri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson og Lúðvík Geirsson komu upp undir fundarsköpum.
Gengið til atkvæða um framlagða tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að fresta fundi bæjarstjórnar. Tillagan felld með 6 atkvæðum, 5 greiddu atkvæði með tillögunni.
Gert stutt fundarhlé.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Þá tók til máls Helga Ingólfsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti.
Valdimar Svavarsson lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Framlögð endurskoðuð fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2011 sýnir að enn og aftur eru áætlanir meirihlutans ekki að standast og að útgjöld eru enn að aukast umfram tekjuaukningu. Tekjur aukast um 9% en samhliða eykst kostnaður hjá fræðslusviði um 11% og um 11% í málaflokknum íþrótta- og tómstundamál. Ebitda lækkar um 100 mílljónir frá fyrri áætlun og þannig er framlegð að minnka jafnvel þó að tekjur séu að aukast. Auknar tekjur eiga að auka framlegð, en forsendur þess eru að kostnaðaráætlunum sé fylgt."
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).
Gert stutt fundarhlé.
Guðfinna Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:
"Staðið við skuldbindingar
Það er ánægjulegt að sjá að þær áherslur sem unnið hefur verið eftir á árinu séu að skila bænum betri útkomu en gert hafði verið ráð fyrir. Er það ekki síst að þakka samráði og samvinnu stjórnmálamanna, starfsfólks og íbúa bæjarins.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011 tekur tillit til nýrra kjarasamninga og endanlegra útfærslna á hagræðingaraðgerðum auk þess sem tekið er tillit til nýrra og breyttra samninga, ákvarðana bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Áætlaðar skatttekjur hækka um 994 millj.kr., útsvarstekjur hækka um 819 millj.kr. og verða 8,7 milljarðar krónur. Framlag úr jöfnunarsjóði er hækkað um 175 millj.kr. sem er í samræmi við raungreiðslur á árinu 2011.
Áætlaður launakostnaður hækkar samtals um 989 millj.kr. vegna nýrra kjarasamninga og leiðréttingu á áætlaðri hagræðingu vegna uppsagna starfsmanna. Þar af er leiðrétting á lífeyrisskuldbindingar um 230 millj.kr.
Fjárhagsáætlun ársins 2011 hafði það að leiðarljósi að Hafnarfjörður stæði við skuldbindingar sínar, tryggja óskerta grunnþjónustu og lágmarka álögur á bæjarbúa. Sýnir endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 að það hafi tekist."
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).