Fyrirspurn
Þann 10.6.2009 var samþykkt byggingarleyfi vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 12 við Eyrartröð, eigandi Opal Holding ehf, vegna viðbyggingar. Vegna misskilnings milli hönnuðar og eigenda þá sýndu uppdrættir breytta skráningu úr 4 mhl í 1 mhl, sem gerir það að verkum að í stað 4 fastanúmera verður bara eitt fastanúmer. Ekki var sótt um breytta skráningu. Það þarf annað hvort samrunaskjal til að ganga frá þeirri skráningu eða að eigendur skili inn reyndaruppdráttum þar sem mhl merking og skráning er leiðrétt. Einungis mhl 01 átti að stækka sem nemur viðbyggingunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 24.11.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 18.02.12 skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.