Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1674
15. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð BÆJH frá 9.febr. sl. Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir vinnu að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 2013 - 2015. Einnig lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012 í samræmi við nýjan lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. 6. dagskrárliður. Bæjarráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun 2012 til bæjarstjórnar.
Svar

Forseti bar fram tillögu um að 4. og 5. dagskrárliður, Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015 og Lánsfjárheimildir 2012, yrðu teknir til sameiginlegrar umræðu í bæjarstjórn. Ekki voru gerðar athugasemdir við þá tillögu og taldist hún samþykkt.

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Valdimar Svavarsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls.

Gert stutt fundarhlé.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls að nýju. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.

Forseti bar upp svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Viðauka I sem er breyting á fjárhagsáætlun 2012. Breytingin er tilkomin vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 410 milljón k.000.000 kr. til 12 ára en lánið er tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðnum á árinu 2012. Lánið verður fært á eignasjóð en áhrif lántökunnar kom þannig fram í áætlun ársins ;
Í rekstrareikning hækka rekstrargjöld þ.e fjármagnsliðir um 30 milljón krónur.
Í efnahagsreikningi, eigið fé lækkar um 30 milliljónir, langtímaskuldir hækka um 425,1 milljón krónur, næsta árs afborgarnir hækka um 13,8 milljón krónu og skammtímaskuldir lækka 395,2 milljón krónur.
Í sjóðstreymi lækkar veltufé frá rekstri um 14,8 milljón krónur eða sem nemur vöxtum ársins af láninu. Í fjármögnunarhreyfingum er tekið tillit til lántökunnar eða 410 milljón krónur og afborganir af láninu 13,8 milljón krónur
Aukin útgjöld kom til lækkunar á áætluðum rekstrarafgangi fyrir árið 2012."

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum framlagða tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2012. 5 sátu hjá.