Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3303
17. nóvember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Gerð grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun stjórnsýslu.
Svar


Bæjarráð samþykkir með vísan til lágmarkshækkana í nýgerðum kjarasamningum á vinnumarkaði, m.a. í samningum sveitarfélaga við stéttarfélög, þá tilkynnist að breytingar verða á viðmiðunarlaunum samkvæmt samþykktum reglum frá því í september 2006 um kaup og kjör þeirra sem starfa í stjórnum, ráðum og nefndum hjá Hafnarfjarðarbæ. Viðmiðunarlaun í dag eru kr. 449.977 en taka eftirfarandi hækkunum:
- 1. júní 2011 hækkun um 4,25%
- 1. mars 2012 hækkun um 3,5%
- 1. mars 2013 hækka laun um 3,25%

Fulltrúar sem eru á föstum mánaðarlaunum fá eingreiðslu 1. desember 2011 ? 50.000 kr. og aðra eingreiðslu 1. febrúar 2012 ? 25.000 kr. í samræmi við prósentuhlutfall hinna föstu mánaðarlauna af viðmiðunarlaunum.