Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1686
12. september, 2012
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.sept.sl. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi Viðauka III við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Það er óásættanlegt að í viðauka sem nú er birtur sé ekki gert ráð fyrir fjármagni vegna launahækkana til starfsfólks sem ákveðnar voru í síðustu viku, sem nema tugum milljóna króna. Engin fjárheimild er því enn fyrir þeirri ákvörðun og er það óábyrg stjórnsýsla. Þá er ljóst að frekari fjárþörf er á fleiri sviðum bæjarins sem enn hefur ekki verið gert ráð fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun þessa árs. Í nýrri greiningu Reitunar á fjárhag sveitarfélagsins er staðfest sú ábending sjálfstæðismanna að fjárhagsstaða bæjarins sé mjög viðkvæm og ekkert megi út af bregða án þess að illa fari."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG telja að staðið hafi verið með fullkomlega eðlilegum hætti að undirbúningi og vinnu við gerð viðauka 3, sem hér er til afgreiðslu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksin velja hins vegar af því tilefni að bóka sérstaklega um mál sem ekki varðar þann viðauka.

Þessi afstaða ásamt hjásetu þeirra við afgreiðslu málsins í bæjarráði verður varla skilin á annan hátt en að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu á móti því að komið verði með sanngjörnum hætti til móts við óskir starfsmanna um leiðréttingu þeirra launaskerðinga sem bæjarstjórn ákvað í kjölfar hrunsins árið 2009."

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign) og Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).