Lagt fram til kynningar. 21.1. 11021243 - Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó. Rætt um samningsdrög sem send voru menntamálaráðuneyti og Kvikmyndasafni og viðbrögð við þeim. Nefndarmenn eru sammála um eftirfarandi:
1. Að fella út ákvæðið um að Hafnarfjarðarbær geti framleigt húsnæðið til þriðja aðila. "Það var ekki ætlun okkar að hafa af Kvikmyndasafni Íslands þær tekjur sem safnið hefur af útleigu húsnæðisins. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að auka starfsemi í húsnæðinu líkt og hefur raunar margsinnis komið fram á fundum okkar með Menntamálaráðuneytinu og forsvarsmönnum Kvikmyndasafnsins. Við fögnum því hinsvegar að Kvikmyndasafnið líti á útleigu húsnæðisins sem mikilvæga tekjulind og treystum því að Kvikmyndasafnið muni leggja sig fram um að leigja húsnæðið undir menningarstarfsemi enda fara hagsmunir allra aðila saman í því efni. Eins teljum við að fullnægjandi ástæður hafi verið gefnar fyrir því að Kvikmyndasafn Íslands sé samningsaðili en ekki Menntamálaráðuneytið."
Í samræmi við fyrrnefndar niðurstöður hefur verið útbúinn nýr samningur til tveggja ára og sem samþykktur er í nefnd. Samningi vísað til samþykktar í bæjarráði.