Hvaleyrarvatn, lóðarleigusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3307
12. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar eftirfarandi erindi til bæjarráðs, en bendir jafnframt á að erindið krefst breytingar á deiliskipulagi:
Hreiðar Sigurjónsson f.h. St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, leitar eftir staðfestingu á landamerkjum og lóðarleigusamningi eða samningi um afnot lands í kringum skátaskálann við Hvaleyrarvatn, sbr. samþykkt bæjarstjórnar þann 5. október 1965.
Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála gerði grein fyrir málinu.
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta St. Georgsgildi í Hafnarfirði lóð við Hvaleyrarvatn í samræmi við fyrirliggjandi samning um afnot og önnur gögn."