Hvaleyrarvatn, lóðarleigusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 408
9. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Hreiðar Sigurjónsson f.h. St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, leitaði eftir staðfestingu á landamerkjum og lóðarleigusamningi eða samningi um afnot lands í kringum skátaskálann við Hvaleyrarvatn. Erindið var samþykkt í Bæjarstjórn þann 18. janúar sl. og var grenndarkynnt. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var eini hagsmunaaðilinn sem fékk grenndarkynninguna og gerði ekki athugasemd.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.