Erindisbréf ráða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1670
7. desember, 2011
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð BÆJH frá frá 1.des.sl. Tekið fyrir að nýju. Lögð fram drög að erindisbréfum ráða. Einnig lögð fram drög að reglum um samninga. Bæjarráð vísar erindisbréfunum og samningareglunum til bæjarstjórnar.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu á erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdaráðs: Í stað eftirfarandi texta í 6. gr.: "Ráðið annast þau verkefni sem gróðurverndarnefnd eru falin samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og náttúruverndarnefnd eru falin samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999"....kemur eftirfarandi texti: Umhverfis- og framkvæmdaráð fer með hlutverk náttúruverndarnefndar sbr. lög um náttúruvernd og gróðurverndarnefndar sbr. lög um landgræðslu."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.


Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlögð erindisbréf bæjarráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs með áorðnum breytingum skv. breytingartillögu, fjölskylduráðs, fræðsluráðs og skipulags- og byggingarráðs.


Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur um samninga.