Hamranesnáma, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1685
29. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 14.ágúst sl. Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.2012. Kynningarfundur var haldinn 10.05.12. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar námuna. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdafresti lokið. Ein athugasemd barst. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar fyrir námusvæðið. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs við innkomna athugasemd. Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verið lokið skr. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: "Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulag fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.12 og að afgreiðslu verið lokið skr. 41. grein skipualgslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.