Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 14.ágúst sl.
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.2012. Kynningarfundur var haldinn 10.05.12. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar námuna. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdafresti lokið. Ein athugasemd barst. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar fyrir námusvæðið. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs við innkomna athugasemd.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verið lokið skr. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarráðs:
"Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulag fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.12 og að afgreiðslu verið lokið skr. 41. grein skipualgslaga nr. 123/2010."