Bæjarráð vísar málinun til úrvinnslu við gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa flokksinsí fræðsluráði frá 23. 9. sl. og bíða með eftirvæntingu eftir frekari upplýsingum um hvernig fjármagna skuli þessar framkvæmdir.
Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og bæjarstjóri taka undir bókun fræðsluráðs og ítreka jafnframt að engar raunhæfar tillögur hafa komið fram hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum.
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa ummælum meirihlutans til föðurhúsanna en m.a. fluttu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meðfylgjandi tillögu 5.12.12.:
"Betri nýting skólahúsnæðis
Þar sem ekki liggur fyrir að hægt sé að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir í bænum á næstu mánuðum vegna skuldastöðu sveitarfélagsins og ákvæða í lánasamningum við lánadrottna samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda við Áslands- og Hraunvallaskóla með öðrum hætti en viðbyggingum.
Ljóst er að í bænum er nægilegt húsnæði fyrir grunnskóla miðað við framkomnar tölur um nemendafjölda og spá um áætlaðan nemendafjölda fram til ársins 2017. Því er lagt til að húsnæði í öðrum skólum bæjarins eða nálægum mannvirkjum verði nýtt til kennslu tímabundið.
Fræðsluráði og Fasteignafélagi Hafnarfjarðar skal falið að finna viðhlítandi lausn á húsnæðisvandanum.