Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3375
23. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfrandi samþykkt fræðsluráðs frá 22.4. sl.: Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi samhljóða: "Fræðsluráð áréttar að nauðsynlegt er að ráðast í brýnar úrbætur í húsnæðismálum Áslandsskóla og vísar málinu til frekari úrvinnslu og ákvarðanatöku í umhverfis- og framkvæmdaráði og til bæjarráðs."
Svar

Bæjarráð vísar fram komnum gögnum frá fræðsluráði ásamt leigu- og þjónustusamning um Áslandsskóla frá 16. mars 2000 til stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar og felur sviðsstjóra stjórnsýslu að láta vinna umsögn.