Sjálfstæðisflokkurinn, fyrirspurn í bæjarráði 1. desember 2011
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3305
1. desember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Á fundi bæjarráðs 17. mars sl. var úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli ne. 45/2011, Alcan á Íslandi hf gegn Vatnsveitu Hafnarfjarðar kynntur og ræddur. Óskað er eftir upplýsingum um hver staða málsins sé nú, og hvort og hvenær endurgreiðsla til Alcan hófst. Ráðningar hjá Hafnarfjarðarbæ Óskað er eftir upplýsingum um ráðningar starfsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ á árinu 2011. - Hve margar og hvaða ráðningar hafa átt sér stað á árinu? - A) Nýráðningar í fullt starf eða hlutastarf? - B) Enduráðningar? - C) Hvaða ný störf hafa verið sett á laggirnar? - D) Upplýsingar um fjölda og eðli tímabundinna ráðninga?
Svar

Lagt fram.