Hafnarstjórn - 1401
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3306
15. desember, 2011
Annað
‹ 22
23
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13.12. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 23.1. 1010890 - Áætlun 2011, Hafnarfjarðarhöfn Hafnarstjóri lagði fram yfirlit yfir skipaumferð um Hafnarfjarðarhöfn árið 2010 og fyrstu 11 mánuði 2011, ásamt vörumagni, sem fór um hafnir Hafnarfjarðarhafnar á sama tíma. 23.2. 1011392 - Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi. Formaður hafnarstjórnar skýrði frá fundi átakshóps með tveimur þjónustufyrirtækjum á hafnarsvæði Hafnarfjarðar, sem fram fór 1. nóvember sl. 23.3. 1109041 - Áætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 2012 Hafnarstjóri fór yfir áætlun hafnarinnar, sem var lögð fram í bæjarstjórn 7. desember 2011. 23.4. 0805038 - Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun Formaður gerði hafnarstjórn grein fyrir stöðu viðræðna við Alcan á Íslandi hf. 23.5. 0901114 - Olíulöndunarbryggja, bruna- og mengunarvarnir. Viðgerð á Suðurbakka Lögð fram tilboð í fjóra verkþætti.
5 tilboð bárust í smíði olíuþróar á Olíukeri.
6 tilboð bárust í lagfæringu aðkomu að Olíukeri.
6 tilboð bárust í þekjuvinnu vegna viðgerðar á stálþili Suðurbakka.
7 tilboð bárust í viðgerð á stálþili Suðurbakka. Samþykkt að ganga til samninga við Matthías ehf vegna verkhluta 1. við Fagverk ehf vegna verkhluta 2. við Loftorku hf vegna verkhluta 3 og jafnframt að ganga til samninga við Kögunarþjónustu Sigurðar vegna viðgerðar á Stalþini í Suðurhöfn.