Hafnarstjórn - 1402
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3307
12. janúar, 2012
Annað
‹ 19
20
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 3.1. 2012.
Svar

Lagt fram. 20.1. 1112188 - Gjaldskrá janúar 2012 Lögð fram drög að gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2012. Haraldur Þór Ólason vék af fundi undir þessum lið.
Hafnarstjórn samþykkti framlagða tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og að gjaldskráin taki gildi 3. janúar 2012 og gildi þangað til annað verður ákveðið. 20.2. 0805038 - Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun Formaður greindi frá undirbúningsfundi álviðræðunefndar hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir heimild til samninganefndar hafnarinnar að ráða sérfræðing til aðstoðar við samninga við Alcan á Íslandi hf. 20.3. 1112201 - Óseyrarbraut 29, lóða- og byggingamál Hafnarstjóri greindi frá samtali við forsvarsmenn Trefja hf. um lóða- og byggingamál fyrirtækisins. Hafnarstjórn áréttar að gengið verði sem fyrst frá viðkomandi lóðamálum. 20.4. 1112202 - Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál Hafnarstjóri greindi frá samtali sínu fið forsvarsmann Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf Hafnarstjórn áréttar að gengið verði sem fyrst frá viðkomandi lóðamálum. 20.5. 1112037 - Skipaniðurrif, fyrirspurn Formaður og hafnarstjóri greidu frá fundi með fulltrúa aðila, sem kannar viðhorf Hafnarfjarðarhafnar til þess að koma upp aðstöðu til niðurrifs skipa í höfninni.