Meirihluti skipulags- og byggingarráðs heimilar að unnin verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar að Bjarkavöllum 3 í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu þessa erindis og vísa til bókunar fulltrúa flokksins í fræðsluráði 12. desember sl.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar og VG gera eftirfarandi bókun: Breyting þessi myndi létta talsvert á umferð á svæðinu og minnka byggingarmagn á reitnum. Enn fremur er því beint til fræðsluráðs að fara nú þegar í skoðun á skiptingu skólahverfa á Völlum með þegar fyrirhugaða uppbyggingu hverfisins á næstu árum í huga.
Gagnrýni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi það að ekki sé gert ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í fjáhagsáætlun fyrir árið 2012 á ekki við þar sem ekki er stefnt að framkvæmdum fyrr en í fyrsta lagi 2013 og að sjálfsögðu þarf að gera ráð fyrir þeirri framkvæmd þegar þar að kemur.