Endurfjármögnun lána, upplýsingalög, úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3326
6. september, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta fundi bæjarráðs þann 23. ágúst sl. Kristján Þorbergsson lögmaður bæjarins í málinu mætti til fundarins og fór yfir aðdraganda málsins.
Svar

Lagt fram.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja því enn ósvarað afhverju ekki var upplýst um atburðaráðs og framgang málsins, sem átti sér stað á milli bæjarráðsfunda í júlí, á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn. Á þeim fundi var úrskurður frá 5. júlí lagður fram en ekki sagt frá því að fyrr í mánuðinum hafi reynt hafi verið að fá réttaráhrifum úrskurðarins frestað. Og leyndin yfir málinu öllu virðist enn halda áfram því bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru að heyra það í fyrsta sinn í dag að önnur kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi borist vegna þessa máls í júní síðastliðnum og að niðurstöðu sé að vænta innan tíðar. Sú kæra snýr að samningnum sjálfum en sú fyrri fjallaði um að fá skilmálaskjal samningsins afhent."