Jafnréttisstefna 2012-2014
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1673
1. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð BÆJH frá 26.jan.sl. Tekið fyrir að nýju. Lagðar fram jafnréttisskýrslur frá stjórnsýslu og umhverfi og framkvæmdum. Einnig umsögn fræðsluráðs um jafnréttisstefnuna en engar efnislegar athugasemdir eru gerðar og umsögn fjölskylduráðs sem tekur undir efnisatriði hennar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Kristinn Andersen. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.