Kríuás 17 a og b, lokaúttekt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 436
20. nóvember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði Jóhann G. Hlöðversson byggingarstjóra til lokaúttektar 19.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Jóhann G. Hlöðversson kr. 20.000/dag frá og með 01.10.2012 í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga hefði hann ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Enn fremur yrði sent erindi á Mannvirkjastofnun um áminningu skv. sömu grein laganna. Byggingarstjóri bað um frest til 01.01.13.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að dagsektir koma til innheimtu 01.01.13, hafi ekki verið sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Enn fremur beiðni um áminningu til Mannvirkjastofnunar.