Hafnarstjórn - 1403
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3308
26. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24.1.
Svar

Lagt fram tuil kynningar. 12.1. 1112193 - Óseyrarbraut 17, deiliskipulagsbreyting Skipulags og byggingaráð umsagnar Hafnarstjórnar um tillögu að breytingu deiliskipulags Óseyrarbrautar 17, samanber fundargerð afgreiðslufundar 4. janúar 2012. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti tillögu um breytingu deiliskipulags Óseyrarbrautar 17. 12.2. 1009245 - Óseyrarbraut 26b Lögð fram ósk Atlantseigna um að skila lóðinni nr. 26b við Óseyrarbraut, ásamt skilyrti veðbandslausn Landsbankans hf. Hafnarstjórn telur sér ekki fært að fallast á skilyrta veðbandslausn Landsbankans hf. 12.3. 1112037 - Skipaniðurrif, fyrirspurn Tekin fyrir fyrirspurn Íslandsstofu um möguleika á að koma upp aðstöðu fyrir skipaniðurrif í Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarstjórn getur ekki fallist á framlagða fyrirspurn og hafnar því erindinu. 12.4. 1010890 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2011 Lagt fram yfirlit yfir viðskiptamenn pr. 31. 12. 2011.
Ennfremur lagt fram bráðabirgða-yfirlit yfir skipakomur og vöruumferð ársins 2011 Hafnarstjóri lagði fram skýrslu um losun og lestun í Hafnarfjarðarhöfn og Straumsvíkurhöfn ásamt skrá um skipakomur. Jafnframt var farið yfir skuldalista viðskiptavina og tölur um veltu. 12.5. 1109041 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2012 Farið yfir skuldastöðu hafnarinnar í upphafi árs og áætlaða greiðslubyrði ársins. Lagt fram til kynningar. 12.6. 1112201 - Óseyrarbraut 29, lóða- og byggingamál Farið yfir stöðu mála á lóðinni. Lagt fram til kynningar 12.7. 1112202 - Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál Farið yfir stöðu mála á lóðinni. Lagt fram til kynningar 12.8. 1201465 - Bláfáninn 2012 Lagt fram erindi Landverndar vegna Bláfána fyrir skemmtibátahafnir, dagsett 19. janúar 2012, sendandi Sigrún Pálsdóttir. Hafnarstjórn samþykkir að láta taka saman greinagerð um hvaða aðgerða sé þörf svo að Hafnarfjarðarhöfn uppfylli skilyrði til Bláfána.