Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 290
10. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu byggingarstig húsnæðis, matsstig og skráning þess, ásamt aðgerðum til leiðréttingar.
Svar

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs tekur undir mikilvæga umræðu um leiðréttingu á skráningu húsnæðis er varðar mismunandi byggingarstig og notkun þess. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir bæjarsjóð og þar með íbúa auk þess sem rétt skráning húsnæðis er mikilvæg út frá bæði gæða- og öryggissjónarmiðum. Lagt er til við skipulags- og byggingarsvið að enn frekari áhersla verði lögð á þetta verkefni á næstu vikum og mánuðum og er sviðsstjóra falið að taka saman aðgerðaráætlun fyrir næsta fund. Það skal þó áréttað að unnið hefur verið að þessum málum jafnt og þétt af hálfu sviðsins undanfarin ár með umtalsverðum árangri.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera eftirfarandi bókun: Samkvæmt staðfestum upplýsingum fulltrúa Sjálfsæðisflokksins í SBH hefur verið verulegur misbrestur á réttri skráningu byggingarstigs og þar af leiðandi innheimtu réttra fasteignagjalda af íbúðar, verslunar- og iðnaðarhúsnæðis undanfarin ár. Eigendur fasteigna í Hafnarfirði sem hafa hirt um að skrá fasteignir sínar og greiða réttmæt gjöld til Hafnarfjarðarbæjar hefur verið stórlega mismunað í innheimtu fasteignagjalda vegna þessa. Ljóst er að Hafnarfjörður hefur orðið af tekjum sem skipta tugum ef ekki hudruðum milljóna vegna þessa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í SBH leggja til að hafin verði þegar rannsókn á ástæðu þess að skráning fasteigna hafi misfarist, að starfsmenn Hafnarfjarðar fari yfir allar skráningar húsnæðis og að gerð verði úttekt á tekjutapi Hafnarfjarðar vegna rangrar skráningar húsnæðis.