Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1691
7. nóvember, 2012
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 31.okt. sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.okt. sl. b.Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.sept.sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 5.nóv.sl. Fundargerð bæjarráðs frá 1.nóv. sl. a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 31.okt.sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.október sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 31.okt. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22.okt. sl.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls undir 2. lið - Jólaþorpið 2012 - og 4. lið - Straumur við Straumsvík, leigusamningur - í fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 31. október sl., 4. lið - Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar. Endurskoðuð 2012-2014 - í fundargerð fjölskylduráðs frá 31. október sl. og 11. lið - Félag grunnskólakennara, erindi - í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 5. lið - Víðivellir, skógardeild - í fundargerð fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. Eyjólfur Sæmundsson undir 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 9. lið - Starfsmenn leikskóla, kjaramál - 10. lið - STH, kjaramál - og 11. lið - Félag grunnskólakennara, erindi - í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen tók til máls undir 10. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. og 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 9.,10. og 11. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls undir 10. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. bæjarstjórnar:

"Skólamatur
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir þau áform bæjarstjóra sem fram koma í bréfi dagsettu 6. þessa mánaðar vegna framkominna athugasemda frá félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði að boðað verði til fundar um fyrirkomulag mötuneytismála í grunnskólum Hafnarfjarðar með fulltrúum frá skólaskrifstofu, starfsfólks grunnskóla, innkaupastjóra, fulltrúa Skólamatar ehf., bæjarráði og fræðsluráði. Einnig er lagt til að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt á matvælum í grunnskólum Hafnarfjarðar í samræmi við almennar kröfur og ábendingar Lýðheilsustofnunar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að gera samanburð á fyrirkomulagi mötuneytismála hjá öðrum sveitarfélögum."

Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),
Valdimar Svavarsson (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign).


Kristinn Andersen tók til máls.

Gert stutt fundarhlé.

Fundi framhaldið og slitið.