Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1693
5. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.nóv. sl. Fundargerðir fjölskylduráðs frá 22.og 28.nóv. sl. a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19.nóv.sl. Fundargerð umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 28.nóv.sl. Fundargerðir fræðsluráðs frá 19.og 26.nóv. sl. Fundargerðir bæjarráðs frá 22.og 29.nóv. sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 13.nóv. sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.nóv.sl.
Svar

Geir Jónsson tók til máls undir 3. lið - Notendastýrð persónuleg aðstoð, endurskoðun á reglum og fjárhagsstaða tilraunaverkefnisins - og 8. lið - Vinna og virkni - í fundargerð fjölskylduráðs frá 28. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 8. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 28. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helga Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 6. lið - Byr, greiðsluþrot - í fundargerð bæjarráðs frá 29. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen tók til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 29. nóvember sl.

Rósa Guðbjartsdótti kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum af þeim skuldbindingum sem nú lítur út fyrir að falli á bæjarsjóð vegna Byrs, alls um 1.7 milljarður króna. Rifjuð er upp samþykkt frá bæjarráði 12. maí 2010 þar sem óskað var eftir að embætti sérstaks saksóknara tæki til skoðunar og rannsóknar eftirmála greiðsluþrots Byrs með tilliti til hagsmuna Hafnarfjarðarbæjar. Ekkert virðist hafa komið út úr þeirri málaleitan. Óskað er því eftir að embætti sérstaks saksóknara taki til skoðunar hvað leiddi til þess að málum er svo fyrir komið sem raun ber vitni og hverjir bera ábyrgð þar á."


Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Fulltrúar VG og Samfylkingarinnar taka undir áhyggjur af þeim skuldbindingum sem nú lýtur út fyrir að falli á bæjarsjóð vegna Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar. Gert er ráð fyrir auknum lífeyrisskuldbindinum vegna þessa í fjárhagsáætlun næsta árs. Rétt er að árétta að skuldbindingar þessar eiga sér uppruna í samningum á milli Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkaupsstaðar frá 1973.
Jafnframt taka fulltrúar meirihlutans undir áhyggjur af dræmum viðbrögðum sérstaks saksóknara á beiðni bæjarins um sérstaka rannsókn á eftirmálum greiðsluþrots Byr."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign),
Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðný Stefánsdóttir (sign).